Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

Home Umræður Umræður Almennt Athygli ykkar skal vakin á því að … Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

#50545
Karl
Participant

Hallgrímur,

Auðvitað er mér og líklega öllum öðrum slétt sama hvar þú býrð eða vinnur, -þú lást bara svo ljómandi vel við höggi eins og Kiljan sagði um árið…..

Ef þú læsir pistilinn minn æsingalaust, þá er ég alls ekki að leggja til að klúbburinn fari í krossferð á móti þungaiðnaði.

Ég tala hinsvegar fyrir því að farið sé að lögum um umhverfismál og valdir séu umhverfisvænustu kostir í stöðunni. Ég held að flestir fjallamenn geti tekið undir slíkt og önnur afstaða eða afstöðuleysi verði klúbbnum ekki til framdráttar.

Lög Íslenska Alpaklúbbsins

1. grein
Félagið heitir…………………………. Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku.

Allstaðar annarstaðar í heiminum hafa umhverfis og aðgengimál verið á meðal helstu verkefna systursamtaka ÍSALP. (Nema framtíðin liggi í innanhústrætúlun eingöngu)

Að auki fylgir með vænn slatti af andkommúnístískum áróðri…..

-góðar stundir