Re: svar: Alpagráður

Home Umræður Umræður Klettaklifur Kerlingareldur Re: svar: Alpagráður

#48079
2003793739
Meðlimur

Ég er sammála Rafni. Byrjandinn á full í fangi með að ná núverandi gráðukerfum í boulderklifri, sportklifri þar sem þar eru mörg kerfi í gangi og íslenskakerfið einnig sérstakt.

Frá sögulegum sjónarhóli ætti að skrá allarleiðir og þá þarf að notast við ákveðnar reglur og kerfi.

Fyrir mína parta þá finnst mér menn vera velta sér of mikið upp úr gráðunum og gráðukerfum. Klifursamfélagið er það lítið að menn sækja sér bara upplýsingar um leiðina sem á að fara í gegnum síma eða spjalla saman í Klifurhúsinu.
Ævintýramennskan er orðin mun minni í klifursamfélaginu í dag en það var hérna í denn, þar sem menn klifra orðið ekkert nema að það hafi gráðu.
Mér finnst gaman að klifra og ná erfiðum leiðum en það er líka gaman að klifra bara til að klifra án þess að missa sig í gráðunum.

Halli