Re: svar: Aðstæður: Ís og snjór

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður: Ís og snjór Re: svar: Aðstæður: Ís og snjór

#53484
Siggi Tommi
Participant

Var á ferð um Þingeyjarsýsluna í dag, fjórða í jólum. Lagði lykkju á leið mína yfir í Kinnina til að skoða hvað satans hlýindin voru búin að skemma af ísmynduninni.

90% af sjávarleiðunum eru farnar norður og niður og aðrar sennilega minnkað um sem nemur ca. mánaðar myndun… Mikil synd eftir svona góða byrjun vetrar.

En þetta er ekki allt farið. Mér reiknast svo til að hátt í 10 leiðir séu enn þokkalega klifranlegar: Sólhvörf, Tangó kálfanna, Frygð, Sýnishornið, Öskubuska, Gleymskan, Miðnæturhraðlestin, Gleymskan, 1-2 af hinum rennunum, Öfund, Blár dagur (?), Glassúr (?).
Eflaust er hægt að fara fleiri ef menn eru með graníthreðju.

Svo er bara að vona að þessi hláka fari að gefa eftir svo þetta fjúki ekki allt.

En myndir segja meira en milljón orð:
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Kaldakinn28Des2008#