Re: svar: Aðstæður á skíðasvæðum og árskort.

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður á skíðasvæðum og árskort. Re: svar: Aðstæður á skíðasvæðum og árskort.

#53412
0801667969
Meðlimur

Fantagott færi í Bláfjöllum og búið að vera undanfarna daga. Þetta á þó eingöngu við leiðir sem girtar voru nú í sumar og haust. Þetta er Norðurleiðin svonefnda og brekkur á Suðursvæðinu. Í þessum leiðum er komið þykkt og gott snjóalag.

Skíðaleiðir sem ekki hafa verið girtar eru hins vegar svo til snjólausar. Má þar nefna Kóngsgil og Suðurgil þar sem snjórinn er venjulega mestur og þær leiðir koma fyrst inn. Ef ekki væri fyrir þessar nýju snjógirðingar væri ekkert verið að opna í Bláfjöllum.

Kv. Árni Þvergirðingur.