Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður › Re: svar: Aðstæður
3. mars, 2006 at 14:20
#50351

Participant
Við Helgi Hall vorum að koma úr Kistufellinu þar sem við fórum upp Kistufellshornið. Leiðin er í kjöraðstæðum, harðpakkaður snjór og góður ís. Öll gil í Esjunni þar sem á annað borð er snjór, eru því góður kostur. Það fraus nánast undan okkur á toppnum enda gríðarleg vindkæling, en þetta fór betur en á horfðist, þökk sé forláta Windstopper nærbuxum.
Það var sjónarmunur á ísnum í Búahömrum frá því fyrr í morgun, þar er allt að vaxa.
En þó má gera ráð fyrir, þar sem það hefur verið úrkomulaust í marga daga, að ísinn sé á mörgum stöðum frekar lítill þrátt fyrir kuldann.
Kveðja,
AB