Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52485
2008633059
Meðlimur

Óska nýjum stjórnarmönnum ÍSALP til hamingju með kjörið. Ég veit að þið eigið öll eftir að standa ykkur vel. Það er frábært að sjá hvað mikill metnaður einkennir starf félagsins.

Gat því miður ekki mætt á aðalfundinn, en bara eitt eftir snöggan lestur á fundargerð. Ég veit að „Extreme Alpinism“ er besta lesningin en það sakar samt ekki að glugga aðeins í lítið kver sem heitir „Fundarsköp. Handbók um fundarstjórn og meðferð tillagna“ sem JCI gaf út í fyrra. Einnig mætti alveg við tækifæri hressa aðeins upp á framsetninguna á ársreikningum félagsins.

En þetta er bara píp um algjör smáatriði! Mestu skiptir að stjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið og er greinilega að vinna markvisst að þeim. Tilgangurinn er auðvitað að allir hafi gagn og gaman af því sem félagið tekur sér fyrir hendur.

Góða skemmtun á festivalinu fyrir austan!

JLB

PS. Get því miður ekki opnað ársskýrsluna á vefnum.