Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48819
0311783479
Meðlimur

jæja þykir mér menn vera farnir að brúka hin breiðu spjótin, en það er nú svossem eðlilegt þegar um mikil tilfinningamál er að ræða.

Rök hníga í báðar áttir, vissulega myndi traffíkin aukast og etv. magnaðar leiðir verða til sem annars enginn færi í ef menn færu að bolta þarna upp frá. Á hinn bóginn sýnir okkur reynslan t.a.m. úr Valshamri þar sem ágætis dótaleið (5.4) mjög fín sem byrjendaleið í dóti, þarna rétt sunnan við Eilífur er ekki hér, var boltuð fyrir 2-3 árum. En myndi það ekki alltaf verða trendið að klassískar dótaleiðir yrðu boltaðar ef menn færu að bolta þar yfir höfuð? Mætti ekki svo spyrja á móti, að sprungurnar eyðileggjast ekkert þótt það sé boltað utan á stuðulinn og menn get enn sem áður klifrað leiðirnar í dóti?

Er þetta ekki spurning um afturkræf/óafturkræf áhrif, þetta virðast vera voða trendý orð sbr. Kárahnjúka, Eyjabakka en hafa nokkuð til síns máls.

Þó ég fari ekki oft upp í dal (stefni á fara oftar í sumar en síðasta;o) þá fær maður einhver vegin svo miklu meira út úr hverri dótaleið sem maður klifrar heldur en boltaðri leið, reynsla sem nýtist manni svo í ísklifri og klassískri fjallamennsku. Ég held að ég myndi líklega halda áfram að klifra klassískar leiðir þarna í dóti þó svo að þær yrðu boltaðar.

Reyndar ef maður vitanaði í Stardals-tópóinn frá ’85 þar sem talað er um siðfræði klettaklifurs þá segir að „leið teljist ekki farinn nema að hún sé farin í jafngóðum stíl og sá sem frumfór hana“, spurning hvort menn næðu þá nokkuð að fara þessar leiðir,skv. þessari siðfræði, nema að þeir klifruðu hana í dóti. ;o)

En þetta er kannski allt önnur pæling…

-kv.
Halli