Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48815
Ólafur
Participant

Hvar og hver á að draga mörkin? Hvað vilja menn t.d. gera við leiðir eins og Gegnumbrotið og Hvítan depil? 5.10-ur sem eru ekki beint auðtryggjanlegar en eru oft klifnar og vel hægt að tryggja ef menn vita hvað á að fara hvar. Hvað með leiðir eins og t.d. Sónötuna. Erfiðasta leiðin í Stardal en er eiginlega aldrei klifin vegna þess að hún er framan á stuðli og það þarf að tryggja í sprunguna við hliðina.
Í leiðarvísi Ísalp um íslensk klifursvæði eftir Björn Baldursson og Snævarr Guðmundsson segir um Stardal: „Í Stardal er og verður ekki boltað.“
Ég er á því að það eigi að láta eldri leiðir algjörlega í friði í Stardalnum nema etv með örfáum undantekningum. Sónatan og Klaufin (er það ekki leiðin sem þú ert að tala um Palli…“sem engin hefur klifið síðan“) eru eiginlega einu dæmin sem mér dettur í hug. Það væri hinsvegar hægt að bolta nýjar línur sem ekki hafa verið klifraðar áður, t.d. í Leikhúsinu.