Re: Smaskipti Ísalp og KFR

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: Smaskipti Ísalp og KFR

#52495
SkabbiSkabbi
Participant

Ég held að það hafi ekki komið nógu vel fram, hvorki í ársskýrslunni né á fundinum, að samskipti Ísalp og KFR hafa verið mjög góð á árinu. Það var amk okkar skilningur í stjórninni.

Okkur fannst klettafestivalið hafa farið vel fram á sínum tíma. Það var haldið í fullri sátt við KFR á og þau stungu upp á og gáfu verðlaun fyrir keppnirnar tvær sem haldnar voru. Tjaldið sem Ísalp kom með kom að góðum notum fyrir alla á svæðinu. Engar umkvartanir frá KFR bárust að því loknu.
Varðandi umgengnina, þá er það rétt að við Smári urðum að fara í bæinn á sunnudeginum. Okkar ferðafélagar, Bjöggi, Sædís og Robbi, urðu þó eftir til mánudags og sáu til þess að svæðið liti skikkanlega út að lokinni helginni. Þó að maður telji sig þekkja flesta á svæðinu af góðu einu virðist alltaf verða rusl eftir þegar margir koma saman. Mannmargt var á svæðinu þessa helgi og fullljóst að margir voru þar hvorki á vegum KFR né Ísalp.
Í kjölfar helgarinnar gerði Ísalp skurk meðal sinna félagsmann í að innheimta kamargjaldið svokallaða.

Í haust var einnig haldið dry-tool mót í Klifurhúsinu og partý sem klúbbarnir stóðu sameiginlega að. Ég veit ekki betur en það hafi mælst vel fyrir.

Kristín og Hjalti hafa látið vita af þróun mála varðandi húsnæðið. Stjórninni er fullkunnugt um að húsnæðið missum við í lok árs en til standi að byggja stóra aðstöðu í Gufunesinu hvar pláss sé fyrir Ísalp. Stjórnir beggja klúbba hafa lýst yfir áhuga á áframhaldandi samvinnu í húsnæðismálum en á meðan frekari upplýsingar um framkvæmdartíma liggja ekki fyrir er ekki mikið sem stjórn Ísalp getur aðhafst í málinu.

Það mátti skilja á fundinum og umræðunum í kjölfar hans að ýfingur væri milli KFR og Ísalp. Ég hef enga trú á því að svo sé í raun og veru og er þess fullviss að samskipti KFR og Ísalp verði góð, hér eftir sem endra nær.

Skabbi