Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55360
0503664729
Participant

Þú hittir naglann á höfuðið Árni (þrátt fyrir að vera snarbrjálaður) þetta er gamla rekstrarleiðin um Hrútfellsheiðina upp á Fimmvörðuháls sem ég fór. Þessi leið er MUN betri en leiðin upp frá Skógum auk þess sem hún er nokkuð fljótfarnari. Bændurnir vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir ráku fé yfir og völdu ekki Skógaheiðina. Mæli eindregið með þessari leið.

Asnaðist til að labba niður Skógaheiðina í nótt þar sem ég þurfti að hitta á bíl þar. Hefði annars farið Hrútfellsheiðina.

Skellti nokkrum myndum frá í gær og nótt inn á Flikkrið:

http://www.flickr.com/photos/jon_vidar/