Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55356

Ég sprautaði upp í gær frá Skógum ásamt 3 vinnufélögum. Maður komst í mikið návígi við gosið sem varð enn mikilfenglegar eftir því sem rökkvaði. Fór líka niður á barm Hrunagils á meðan fossinn lifði enn. Þar var mikið að hnullungum sem höfðu þeyst upp úr gilinu og brennt sér leið niður í snjóinn. Magnað!

Þetta var töluvert löng ganga í heildina en veðrið var fullkomið og raunin einn eftirminnilegasti dagur á fjöllum. Óttaðist þó á tímabili að verða fyrir vélsleða þegar menn voru farnir að stökkva fram að hólum og hæðum í blindni.

Kemur á óvart hvað vel má komast að gosinu úr Mörkinni. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út „hinum megin“ frá. Takk fyrir myndirnar.

Kveðja,
Arnar