Re: Re:Slys í Heljaregg

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í Heljaregg Re: Re:Slys í Heljaregg

#55435
Skabbi
Participant

Takk fyrir samantektina strákar, gott að ekki fór verr. Þetta brýnir að sjálfsögðu fyrir okkur hinum að fara varlega, sérstaklega í okkar yndislega íslenska bergi.
Þegar ég hef farið Heljareggina hef ég reynt að stíga eins varlega og ég get til jarðar og prófað allar handfestur rækilega áður en ég set nokkurn þunga á þær.

Eins og svo oft áður tekur maður að ofan fyrir þyrlusveitinni, að koma slösuðum manni niður úr Heljaregginni án þeirra er trúlega vandasamt verk í meira lagi.

Ég óska Erni alls hins besta, vonandi verður hann orðinn klár í slaginn fyrir ferðina ykkar í sumar.

Allez!

Skabbi