Re: Re:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Re:Nýjar leiðir

#55373
Freyr Ingi
Participant

Bekri – 180 metrar, WI 4, M4/5

Leiðin er í Hrútadal í Esju og um klukkustundar gangur er upp að henni frá Eyrarfjallsvegi (460) í Miðdal.

Leiðin var klifin í fjórum spönnum.

#1 55 metrar, M4/5. Byrjað á klettum en endað á þunnum ís undir bröttu íshafti.
#2 50 metrar, WI 4. 20 metra íshaft og snjóklifur þar fyrir ofan.
#3 50 metrar, Snjóklifur með WI 3 hafti.
#4 25 metrar, snjóklifur sem endaði á hengjuklifri.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Halldór Albertsson

Sverðfiskur – 40 metrar, WI 5

Leiðin er í miðju Teitsgili við Húsafell.
Byrjunin var upp brattan kafla upp í lítinn helli og þaðan upp kerti undir höfuðveggnum. Þaðan var hliðrað til vinstri yfir að skoru milli kertis og veggs. Þar var um afar áhugaverða ísmyndun að ræða en kertið virtist ekki fastara en svo að meginhluti þess sprakk þegar klifrað var á því. Uppi á sprungnu kertinu tók við stuttur íslaus kafli sem leiddi svo upp í fúinn eldri ís og regnhlíf sem þurfti að hliðra framhjá.

FF: Halldór Albertsson, Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson

Snæhéri – 35 metrar, WI 4+
Leiðin er næst innsta leiðin í Teitsgili sé horft inn það.
Leiðin liggur framan á ísfláa en fer um miðbikið inn í skoru sem myndaðist í ísnum. Efstu 10 metrarnir voru illa fastir við vegginn með og gefa + gráðuna.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson, Halldór Albertsson