Re: Re:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Re:Nýjar leiðir

#55336
Freyr IngiFreyr Ingi
Participant

Grjóthríð, WI3, 100 metrar
Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason klifruðum 27. febrúar

Í Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.

Svartafoss Hásætið, WI4, 15 metrar
. Einar og Óskar klifruðu hana.
Bratt kerti alveg lengst til vinstri í hvelfingunni við Svartfoss í Skaftafelli. Mjög stutt leið, en þar sem hún er vel í fangið þá held ég að ég gráði 4 gráðu.
Ég gat lamið niður 2 spectrum í mosann, og sett eina ísskrúfu í smá ísklump til að tryggja Óskar upp.

Moving Heart, WI3, 15 metrar
28. febrúar þá klifraði Einar Rúnar Sigurðsson, Craig og Kelly Perkins, Leiðina . Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís. Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

The Hernicator, WI3
Eftir moving heart fórum við upp að Svartafossi og Einar og Craig klifruðu þar aðra leið . Ég braust smá spöl upp í gegnum hríslurnar og tryggði Craig upp í birkitré aðeins fyrir ofan leiðina. Skrautleg hjón, hún var með gervihjarta, og hann með brjósklos. Stóðu sig nú samt bara vel.