Re: Re:Miðnætursól á Hraundranga

Home Umræður Umræður Almennt Miðnætursól á Hraundranga Re: Re:Miðnætursól á Hraundranga

#54297
Siggi Tommi
Participant

Glæsilegt drengir.
Hraundrangi er snilld…

Þegar þú segir „…upp á topp eru 1-2 svona 1-2 nettar klifurhreyfingar…“,ertu þá að meina til að komast úr skriðunum Öxnadalsmegin og yfir í söðulinn til að komast inn í hefðbundnu klifurleiðina? Eða fóruð þið nýja leið alveg upp á topp?
Þið siguð augljóslega niður orginalinn en ég átta mig ekki alveg á þessari lýsingu á uppleiðinni.

Minni á ársritið.
Spurning hvort þið getið sent mér ítarlegri lýsingu á „hvar og hvernig“ með þessa uppgönguleið til að geta bætt við væntanlegan leiðarvísi að Hraundranga í næsta ársriti. hraundrangi(hjá)gmail(.)com
Var ekki einhver ykkar félaganna sem fór á Kistuna um árið. Spurning um myndir og lýsingu að henni til að gera tópóinn afar hressandi.