Re: Re:Aðstæður

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður Re: Re:Aðstæður

#55134
Jokull
Meðlimur

Allt að koma hér norðan heiða.

Ný leið farin í Múlanum í gær.
Þar eru hlutirnir farnir vel af stað með 10-15 leiðum í aðstæðum m.a sjálfum Míganda. Þynnstu og erfiðustu línurnar eiga enn nokkra daga í land en hér er gott frost og spáð köldu út vikuna. Mér telst til að þetta séu að verða einhverjar 15 FF í Múlanum í vetur og enn af nægu að taka.
Þeir sem eru Fés(Facebook) væddir geta kíkkt á síðu Bergmenn Mountain Guides til að sjá myndir úr Múlanum og svo þarf ég klárlega að taka mig saman í andlitinu og birta myndir og uppls einhversstaðar. Hvernig er annars með þessa ágætu síðu ?? Á ekki að koma upp einhverju skráningarkerfi ??

Geri fastlega ráð fyrir að Kinnin sé dottin inn líka miðað við ástandið í Múlanum og svo er náttúrlega allt í aðstæðum í Skíðadal og Svarfaðardal.

Semsé öllu skárra ástand norðan heiða heyrist mér.

JB