Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57774
Sissi
Moderator

Hekla í gær, komum 1987 módeli af Róver á harðpumpuðum 33″ upp að Litlu Heklu með einni smáfestu.

Stórskrýtið að skinna, hlóðst hrottalega í skinnin um mitt fjall. Snjórinn hefur lítið sem ekkert minnkað þarna síðan í byrjun apríl, af nógu að taka.

Færið var vindpakkaður nýr snjór ofan á slush, og þetta combó var bara furðu gott. Þetta pakkaðist í stífri austanátt svo það er smá snjóflóðahætta vestan megin í toppahryggnum, ég myndi amk sleppa því að vera að skera brekkurnar þar mikið. (Svona var þetta í gær).

Eitt besta öryggisatriðið þegar hefðbundnum öryggisatriðum sleppir er náttúrulega: Haul ass!

Hljómsveitin GDÁF tók þrjú lög á toppnum, Styrmir söngvari, Keli í tveggja-handatækni lúftgítarsólói, Katrín grúppía sem stalst upp á svið, Lonný á kontrabassa og Rúnar slagverksleikari frá Jamaica

527855_10150969133412152_654487151_11956785_132650118_n.jpg