Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57765
2903793189
Meðlimur

Við fórum þrjú Bjallana að Heklu á Uppstigningadag. Renndum frekar blint í sjóinn með færðina en eftir festu og mokstur í brekkunni þar sem farið er upp á hraunið úr gilinu er að leiðin að Litlu Heklu orðin Súkkufær upp að snjó. Það er einn langur skafl í hrauninu sem þarf að taka á ferðinni en annars nokkuð greiðfært.

Við lögðum af stað upp fjallið um fimmleytið og lentum í mökksnjókomu. Létum nægja að labba upp á hrygginn og skíðuðum 20 cm nýsnævi beina leið niður í bíl.

Á leiðinni til baka kíktum við á leiðina sem liggur meðfram girðingunni og að Rangárbrúinni. Þar er snjóskafl í gilinu á leiðinni sem við treystum okkur ekki yfir. Einhverjir gætu eflaust þrykkt þarna yfir á öflugri bílum en við snérum við niður í Næfurholt.