Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun › Re: Re: Vorskíðun
20. apríl, 2012 at 08:42
#57688

Meðlimur
Við fögnuðum nokkur sumri í austurhvilftinni í Hátindi. Enn fullt af snjó og hægt að skíða niður í dalbotn.
Fyrir áhugafólk um Skálafell þá settum við í loftið heimasíðu um norðurhlíðina um daginn. Þar væri upplagt að koma upp lyftu og lengja skíðatímabilið. Það eru sennilega fáir staðir jafn vænlegir til að stunda utanbrautarskíðun með lyftuívafi og norðurhlíðin sem gamlir skíðamenn kalla, Shangri-La, fyrirheitna landið.
http://www.opnumskalafell.is/shangri_la
Ef einhverjir hafa áhuga á að leggja verkefninu lið með því að senda inn myndir af brekkunni er netfangið shangrilaskalafell@gmail.com.