Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Umræður Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

#56447
0801667969
Meðlimur

Um að gera að kynna sér málið og mynda sér skoðun.Varðandi það sem Kalli nefnir um að „lagfæra lítillega“ bílvegi að stöðum eins og Kverkfjöllum o.s.fr. til að aðgengið sé betra þá er það tvíeggjað sverð út frá sjónarmiði náttúruverndar.

Ferðaþjónustuaðilar og ferðafélög óskuðu á sínum tíma eftir „vegbótum“ inn á Þórsmörk. Það þýðir einfaldlega uppbyggður heilsársvegur á mannamáli. Þessu fylgja venjulega miklar landskemmdir og viðkomandi áfangastaður verður eins og að koma að Geysi.

Áðurnefndur uppbyggður heilsársvegur inn á Þórsmörk var á sínum tíma stöðvaður með einni blaðagrein við litla þökk ferðaþjónusuaðila. Buið var að brúa og byggja upp 5 km. kafla. Að flestir vilji uppbyggða heilsársvegi um öll öræfi efast ég um.

Kv. Árni Alf.