Home › Umræður › Umræður › Almennt › Umhverfis og aðgengismál › Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Það þarf augljóslega að bæta aðgengi í Þríhnjúkagíginn (ehf.) ef marka má fréttaflutning þessa dagana. Ég velti því aðeins fyrir mér í því samhengi hvort ferðaþjónustunni sé ekkert heilagt.
Veit vel að aðgengi er ekki fyrir alla en er það landsmönnum virkilega lífsnauðsynlegt að ráðast í hálfgerða Hörpu þarna á þessum tímapunkti?
Hver gefur ákveðnum mönnum rétt til að bora þetta út og malbika? Það er viss hrunverjalykt af þessu.
Gaman væri að heyra álit SAMÚT á þessu máli. Hvað segja fulltrúar ÍSALP?
Gott að heyra að fjármál Reykjavíkurborgar og Kópavogs séu þannig að þessum sveitarfélögum muni ekkert um að fleygja tugum milljóna í þetta þessa dagana. Á tímum niðurskurðar þar sem t.d. rekstur eina skíðasvæðis SV hornsins er í tvísýnu. Hef á tilfinningunni að Ísland sé fyrst og fremst fyrir útlendinga og ferðaþjónustuna þessa dagana en ekki okkur landsmenn.
Hef alltaf borið þá von í brjósti að komandi kynslóðir fengju að upplifa eitthvað af því sem ég hef upplifað hér úti í íslenskri náttúru. Þeim ævintýramöguleikum fer hins vegar ört fækkandi fái fégráðug ferðaþjónusta að leggja landið undir sig.
Það eru ótal tækifæri í ferðaþjónustu án þess að rústa tiltölulega ósnortinni náttúru með stórvirkum vinnuvélum.
Kv. Árni Alf.