Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

Home Umræður Umræður Almennt Umhverfis og aðgengismál Re: Re: Umhverfis og aðgengismál

#56933
Gummi St
Participant

Frábært að það sé áhugi fyrir þessu. Ég mætti á aðalfund samtakana nú í vor fh ísalp og var strax spurður hvar Kalli sé eða hvort ég væri nýr Kalli. En þetta var aðeins aðalfundur og ekki talað mikið um hitamálin sem rædd voru í vetur.

Það kom mér einnig á óvart að FÍ sagði sig úr samtökunum, þó allir séu ekki sammála um einstaka málefni og vissulega sé mismunandi hagsmunamál milli aðila að þá held ég að sem flestir aðilar útivistarsamtaka eigi heima þarna.

Einhverjir nýjir sóttu um aðild að Samút og talað var um að aðilar geti verið „virk“ og „óvirk“ hverju sinni án þess þó að ganga hreinlega úr samtökunum. En ég hef ekki fengið fundargerðina og get því ekki vitnað beint í hana.

Flott að þú sért spenntur fyrir þessu Sighvatur, sjáum hvort einhver vilji taka þetta með þér.

Hvernig er annars fyrir norðan Kalli? Ég ætlaði að heimsækja þig nú um miðjan mánuð en þú varst ekki við.

bestu kveðjur,
-Gummi