Re: Re: Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Re: Tryggingamál

#57628
Gummi St
Participant

Þetta gerir það já og hvar sem er í heiminum, ekki bara á íslandi!

Hjá American alpine club stendur félögum til boða tryggingar frá 18usd á mánuði sem gerir ~24þú á ári sem er bara mjög sambærilegt þessu samkvæmt síðunni þeirra. Hef þó ekki farið í saumana á forsendunum þar.

Svo eru þetta auðvitað forsendurnar sem eru breytilegar sem ráða endanlega verðinu.

Eins og ég segi að þá er langt best að fá þessa menn í heimsókn til okkar og útskýra fyrir okkur hvernig þetta virkar alltsaman.

Látum þetta malla á spjallinu yfir helgina og reynum svo að negla einhverja dagsetningu.

Endilega koma umræðunni af stað, þetta tilboð miðast við að allavega 15 skrái sig ef ég skildi þetta rétt(hóptrygging). Og ef þetta er það sem fjallamenn virkilega vantar þá ætti það nú varla að vera vandamál. Það sem þarf að gera er að fara yfir forsendur trygginga sem menn eru hugsanlega með í gangi eða hugsanlega ekki og ræða þetta svo alveg í botn við þá sem eru með þetta.

-GFJ