Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56063

Ég er ánægður að sjá hvað þessi þráður hefur fengið mikla athygli og hversu margir eru að tjá sig sem ekki gera það alla jafna. Held að nú þegar hafi með þessum þræði orðið ákveðin vakning sem er strax farin að skila sér í meiri umræðu, í því að fleiri pósta myndum, uppástungur um umbætur og svo mætti lengi telja.

Margar af þessum uppástungum eru góðar og áhugaverðar. Við í stjórn munum að sjálfsögðu nýta okkur það sem hér hefur komið fram (og á eftir að koma fram) til þess að átta okkur á stöðunni og gera betrumbætur.

Andri er ekki sá eini sem talar um að við megum ekki afskrifa fésbókina heldur nýta hana, þ.e. þá kosti sem hún hefur. Þrátt fyrir að vera annálaður skeptíkus gagnvart fésbókinni þá er ég ekki það mikill þverhaus að afskrifa hana alveg án þess að skoða málið. En er ekki gott að hafa efasemdamenn nálægt til að hægja á óðagoti og flumbrugangi :) Ekki viljum breyta um kúrs og fara einhverja leið sem við sjáum svo eftir síðar.

En sem sagt, umræðan heldur vonandi áfram og það sem hér kemur fram mun klárlega nýtast. Fljótlega mun stjórn klúbbsins hittast og ég get lofað ykkur að þessi mál munu verða rædd þar.

Takk fyrir viðbrögðin.

Lifi Ísalp ;)

p.s. Vil svo benda á þetta frá Skabba. Kvetjum sem flesta til að koma sínum myndasíðum á framfæri á þann hátt sem hann bendir á í þessum þræði.