Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56012
Freyr Ingi
Participant

Svona lít ég á þetta.

Vandamál A)
Í gegn um tíðina hef ég oft heyrt sögur af fólki að gera skemmtilega hluti annarstaðar en hér á þessarri heimasíðu. Þegar ég hef spurst fyrir um hvers vegna þetta hafi ekki ratað inn á isalp hefur fólki oftar en ekki sagt að þetta væri líklega of lítilsvert til að segja frá því hinum mikla frægðarvef.

Í kjölfarið hef ég að sjálfsögðu hvatt alla virka fjallamenn til að láta vita af ferðum sínum á vefnum.

Vandamál B)
Upp á síðkastið hefur umræða og myndefni sem tengst klifri og fjallamennsku færst að einhverju leyti af heimasíðu ísalp yfir á feisbúkk.

Lausn á vandamáli A)
Breyta hugsunarhætti fjallamanna á þann veg að þeir hræðist ekki að segja frá og sýna myndir af því sem þeir eru að bralla eða hugsa.

Lausn á vandamáli B)
Beina umferð upplýsinga inn á ísalpheimasíðuna.
Hvort sem myndir eða upplýsingar séu geymdar á öðrum stöðum þarf að passa upp á það að þær nái inn á isalp.is.

Þannig sköpum við skemmtilegt samfélag.
Staðreyndin er sú að það eru ótrúlega margir draugar að lesa síðuna og þegar síðan er virk lifnar samfélagið við. Það er í beinu framhaldi af mikilli virkni isalp.is sem maður fer að rekast á annað gore-tex fólk á bensínstöðvum fyrir birtingu um helgar.

Segjum frá og sýnum myndir.

F.