Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56001
1908803629
Participant

Ég tek undir þessar vangaveltur hjá Bjögga… Finnst alltaf jafn leiðinlegt hvað umræða er alla jafna lítil á síðunni og þegar eitthvað er sagt þá er það gjarnan fámennur hópur sem er eitthvað að tjá sig.

Þessi fámenni hópur lætur þetta stundum líta út eins og isalp.is sé í raun enn ein fámenna klíkan og hef ég reyndar heyrt aðra fjallamenn benda á þessa „staðreynd“ til að útskýra takmarkaða aðkomu að síðunni og klúbbnum.

Nú veit ég ekki hversu margir eru að fara inn á síðuna en ef það er ágætis fjöldi þá er heimasíðan eflaust að standa undir sínu. Hitt er hve óduglegir menn/konur eru að segja frá sínum ævintýrum og jafnvel enn verra er hve fólk er óduglegt að kommenta á hvað aðrir eru að gera – sem dregur líklegast úr líkum á því að sagt verði frá næsta ævintýri.

Ég er kannski kominn í of djúpar pælingar um orsök og afleiðingu en er kannski að gefa í skyn að hugsanlega hefur einhver bolti farið af stað og það hefur hlaðist á hann jafnt og þétt og engn ein orsök fyrir þessu. Afraksturinn er aftur á móti sá að á ca. 5 árum hefur Ísalp breyst úr því að vera hjartað í fjallamennsku íslands (kannski full jákvæð lýsing) yfir í það að vera einn af mörgum valkostum sem upprennandi fjallakall/kella getur sótt í og tengt sig við. Léleg þáttaka á isalp.is er síðan bara ein birtingarmyndin á þessu vandamáli…

Annars fer ég örugglega 5 sinnum á dag á síðuna og fylgist gaumgæfilega með flestu sem gerist þar… Ómeðvitað er ég, held ég, að stilla mínum kommmentum í hóf einfaldlega af því að þá væri ég eflaust „þessi sem er alltaf að skrifa á síðuna“ – af því að skrifin eru það lítil… Yrðu samskiptin virkari myndi ég eflaust láta heyra meira í mér.