Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

Home Umræður Umræður Almennt Til eigenda BCA Tracker 2 Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

#56540
2806763069
Meðlimur

Ætlaði að blanda mér aðeins í þessa umræðu um snjóflóðaýla. Ég er búinn að vera að kenna á slatta af námskeiðum upp á síðkastið og hef fengist að kynnast nokkrum mismunandi tegundum. Sjálfur er ég eins og stendur með Tracker 2. Þegar ég fékk hann fyrst vara ég dáldið skeptískur á hversu einfaldur hann er, eða öllu heldur á það að hann hafði ekki allt þetta fína dót sem Barryvox of DSP Pieps hafa. Hinsvegar verð ég að segja að ég er mjög ánægður með þennan ýli. Jafn skilvirkur og aðrir í leitinni og það svín virkar að bloka út það merki sem er næst ef svo ólíklega vill til að maður sé að leita að meira en einu fornarlambi í einu.

Ég var ekki eins hrifin af Pieps FreeRide og Orthowox S1. FreeRidinn er náttúrulega bara 2. Kynnslóðar ýlir í flottum umbúðum. Hann hefur bara 1 loftnet og er að sama skapi ónákvæmur. Það er vel hægt að nota þessa græju en maður þarf mikla æfingu ef vinnubrögðin eiga að vera hröð og skilvirk. Fjarlægðin sem sýnd er á skjánum hoppar oft til og frá og getur verið mjög ruglandi. Persónulega fannst mér gömlu F2 ýlarnir auðveldari í notkunn. Í raun er það eina sem FreeRide hefur fram yfir þá að hann getur einbeitt sér að aðeins einu merki í einu (og látið vita ef hann er að nema fleiri en eitt merki). Sá ýlir sem mér fannst hvað sístur var S1. Ég skoðaðið hann ekki mikið en stúlkan sem var með hann á einu námskeiðinu var einfaldlega „all over the show“ þó að hún hafi alltaf að lokum getað fundið þann týnda. S1 ýlirinn fann svo Tracker 2 í félagaprófi í byrjun dags en ekki þegar kom að því að leita að Tracker 2. Þessi villa er náttúrulega mjög slæm og verður að skrifast á S1 sem er þarna að gefa misvísandi upplýsingar.

Einhverjir komu svo einnig með ARVA EVO3. Sá ýlir kom skemmtilega á óvart. Nákvæmur og hraðvirkur. Það var hinsvegar dáldið old-style að maður þarf að slökkva á ýlinum til að ná honum af sér þegar verið er í fínleitinni. Með þessa stafrænu ýlar kostar það nokkrar sekúndur því þeir verða að endurræsa sig (það er kveikt á ýlinum með ólinni sem fer utan um líkamann, auðvitað getur maður líka afklæðst til að ná af sér ýlinum og þarf þá ekki að slökkva). Einnig er takkinn sem skiptir yfir á leit og blokkar út merki frá fundnum ýlum mjög stífur og reyndar það stífur að stundum þurfti tvær tilraunir til að ná að blokka út merki frá þeim fundna.

DSP og Barryvox eru svo auðvitað voða flottar græjur og með alskonar flotta fídusa sem gaman er að. Verð samt að segja að ég er mjög sáttur við BCA Tracker 2 og held eftir reynsluna af S1 að það sé líklega bara öruggara að gera félagatestið á gamala mátann, stilla á leit og láta alla labba framhjá manni.

Svo er bara að passa að allir félagarnir kunni að nota ýlana í leit, að þeir séu með skóflu og stöng og kunni að setja þessar græjur saman (sem er ekki eins sjálfgefið og ætla mæti).
Góða skemmtun.