Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

Home Umræður Umræður Almennt Til eigenda BCA Tracker 2 Re: Re: Til eigenda BCA Tracker 2

#56201
2502833189
Meðlimur

Sæl aftur.

Það er rétt hjá þér Dóri að það kemur alveg fyrir að það komi upp villur í snjólfóðaýlum. Sumir framleiðendur eru verri en aðrir hvað það varðar. Þetta er eftir því sem ég best veit fyrsta villan sem kemur upp hjá BCA. Sum af þessum öryggistækjum hafa verið svo gölluð að þau hafa verið tekin af markaði. Það má m.a. sjá á heimasíðunni sem Sveinborg bendir á.

Varðandi þínar pælingar Sveinborg þá hef ég ekki heyrt þetta með seglana fyrr. En ég get rætt það við rafmagnsverkfræðinga BCA hvort það sé þekkt vandamál.

Nú er hægt að halda jól aftur á þorranum því vefverslunin http://www.freri.is hefur tekið til starfa. Þar er nú hægt að fá höfuðljós frá Princeton Tec sem eru leiðandi í heiminum á því sviði og snjóflóða og snjóvörur frá Backcountry Access.

Þó er enn ekki allt komið inn á síðuna. M.a. bakpokar fyrir bretta og skíðafólk með innbyggðu „frostfríu“ drykkjarkerfi.

Bestu kveðjur um snjóþungann vetur.

Kolbeinn

http://www.freri.is ApexOrange.jpg