Re: Re: Þríhnúkar

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnúkar Re: Re: Þríhnúkar

#56770
0801667969
Meðlimur

Merkilegt hvað 2007 hugsunarhátturinn og veruleikafirringin lifir góðu lífi. Þessi milljarður eða meira verður greiddur beint úr vasa skattborgara. Ekki þeirra sem svo ætla að hirða hagnaðinn sem ég reyndar efa að sé raunhæft að reikna með. 200 þús. gestir til að byrja með og svo 600. þús næsta sumar! Er mönnum ekki sjálfrátt?

Þarna er ekkert óskaplega merkilegt að sjá. Það eina sem gerir þetta tilkomumikið er þegar farið er í spotta þarna niður. Fyrir utan fullkomlega óraunhæfar áætlanir þá eru þetta umhverfisspjöll af verstu sort.

Ferðaþjónustan er marghausa makalaust fyrirbæri. Það sem einkennir hana þó fyrst og fremst er heimtufrekja á kostnað skattborgarana og ekki síst náttúrunnar. Árni Johnsen er einn helsti stuðningsmaður eyðileggingu ævintýrisins sem Þríhnjúkahellir er. Það segir sína sögu.

Ég held að þessi atvinnugrein ætti að hætta að vaða í skýjaborgum og fara að vinna að því styrkja rekstargrundvöllin til að geta greitt þeim sem við þetta vinna mannsæmandi og lögleg laun.

Kv. Árni Alf.