Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57813
Björk
Participant

En hvað með þá t.d. þegar bæjarfélög eru byrjuð að gera samninga við fyrirtæki eins og þessi hljómar:
„Sá samningur sem gerður er við Bergmenn ehf. tekur eingöngu til þess að lenda þyrlu á landi Dalvíkurbyggðar, með borgandi ferðamenn á þeirra vegum, í þeim tilgangi að stunda skíðamennsku; á skíðum, snjóbrettum eða sambærilegum búnaði, þ.e. að lenda þyrlu til að hleypa slíkum farþegum frá borði og/eða aftur um borð. Þessi samningur skerðir því ekki rétt annarra til að fara um landið ef ekki er notuð þyrla til að þjóna borgandi ferðamönnum.“

http://www.dalvik.is/fundargerdir/5492/Baejarstjorn(232);-14022012/default.aspx

Hvað er næst? Getur sveitafélag gert samning við ákveðið fyrirtæki að það megi bara labba eða keyra uppá ákveðið fjall (á ákveðinn stað) og fá borgað fyrir það?