Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57810
Karl
Participant

Mér sýnist að búið sé að einkavæða Þríhnúkagatið og þú eigir erfitt um vik með að fara niður nema að kaupa miða.

Magnús Birgisson lýsir þessu svona:
„Þetta Þríhjúkagígsdæmi er eiginlega rannsóknarefni. Þarna virðist einkahlutafélagi hafa verið leift að kasta eign sinni á náttúruvætti í eigu almennings í Kópavogi. Þeir nota búnað sem var komið fyrir á kostnað National Geography við þáttagerð og þeir selja svo aðgang að náttúruvættinu á 35.000 kall og alveg ljóst að slík verðlagning er langt fyrir utan færi venjulegrar íslenskrar fjölskyldu í dagsferð um Reykjanesið. Áformin eru svo ennþá stórkallalegri…vegagerð, þjónustuhús, bílastæði, gangnagerð, pallasmíð og ég veit ekki hvað. Þetta heitir víst að vernda í þágu ferðamanna og þykir bara gott…allavega heyrist ekki múkk frá sjálfskipuðum talsmönnum náttúru Íslands.“

Það er besta má að það sé lyfta upp á Midi í Cham. En Kláfurinn þar kemur ekki í veg fyrir að hver sem er geti klifrað eða skíða hvað sem er á fjallinu. Áform Þríhnúka ehf binda enda a frjálsa för um gíginn.
Það er verið að gelda Graða-Rauð.
Ég er reyndar nokkuð slakur yfir núverandi ástandi með topplyftu en jarðgöng, vegaglagningar risabílastæði stálþilför og pylsusjoppa er hrein eyðilegging hellinum.

Samskonar fyrirbæri er að finna í einum af nyrsta gígnum í Lúdentsborgum, ca 70m djúpt.