Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57817
0703784699
Meðlimur

linkNú hefur Access Fund í USA verið framarlega í baráttu fyrir hagsmunum klifrara (ís/klettar), sjá gildi AF: – http://www.accessfund.org/site/c.tmL5KhNWLrH/b.4992345/k.BC76/Mission_and_Vision.htm

Hugsanlega mættu hellaáhugamenn fara að huga að þessum málum ef þeim finnst á sér troðið í þessu máli. Sé ekki hvernig þetta stangast á við hagsmuni mína sem klifrari.

Svo er alltaf spurning hvort við erum að tala um hagsmuni heildarinnar eða sérhagsmuni takmarkaðs hóp? Nú eiga klárlega fleiri möguleika á því að njóta þess að fara ofaní Þríhnjúkahelli en áður, sem ég myndi ætla að væri gott fyrir heildina en slæmt fyrir þann takmarkaða hóp sem hefur farið þarna niður fyrir tíma lyftunnar.

Einsog Kalli bendir réttilega á þá takmarkast þarna aðgangur minn til að síga ofaní með minni eigin línu. Áður fyrr gat ég bara sígið þarna ofaní með félögum með sérfræðiþekkingu í spottavinnu en núna gæti ég farið þarna niður með aldraðri ömmu minni og notið þess með henni. Kostnaður er ekki tekinn inní dæmið enda óþarfur í þessari umræðu og held ég að hann jafnist út að einhverju leyti hvort eð er (einhver keypt sér 100+ m af statískri línu nýlega?).

Ekki hef ég hugmynd um hvað þetta skilar í sameignina til okkar allra, en klárlega eru tekjurnar sem af þessu koma meiri en ef við seljum ekki þarna ofaní. Svo má deila um það hvort við viljum tekjur af öllu sem hægt er að hafa tekjur af eða lifa við óbreytt ástand um ókomin ár.

Er það rétt skilið að Kópavogur á landið? Og þar sem hellirinn er á þeirra landi mega þeir þá ekki ákveða hvort og hvernig starfsemi fer þarna fram? Þeir geta þá líka ákveðið hver fær „kvóta“ til að starfa þarna. Ég myndi þá ætla að lögmaður Kópavogs (bæjarritari) hefði eitthvað um málið að segja.

Það sem mér leikur forvitni á að vita er að ef ég mér dytti í hug að vilja selja ferðir ofaní þennan helli hvort ég gæti það, hvort leyfi fengist fyrir því, hvort fleiri en einn aðili gætu selt þarna ofaní á sama tíma eða hvort þetta muni takmarkast við eitt fyrirtæki? Hver ákveður verð á markaði þar sem einn starfar (link)?

kv.Himmi