Re: Re: Stiftamt

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stiftamt Re: Re: Stiftamt

#55540
1908803629
Participant

Ég veit/man ekki hvort það sé til leiðarvísir en það eru held ég fjórar leiðir bolaðar í Stiftamt, þrjár í austurveggnum og ein á suðurveggnum. Þessar á vesturvegnum eru, að mig minnir 5.9 kannski 5.8 og leiðin á suðurveggnum er 5.7, kannski 5.6. Þetta eru ca. 15-20 metra leiðir.

Ég fór þarna rétt eftir að þetta var boltað fyrir nokkrum árum og man þetta því ekki betur en það er lítið mál að finna leiðirnar og ef einhver er í vafa um að fara upp þær í leiðslu, þ.e. óviss um erfiðleikagráðuna, þá er hægt að arka upp fyrir og skella upp topp ropa, amk í vesturveggnum.

Mig minnir að þetta sé hið fínasta klifur en Stardalurinn er þó mun flottari klettur og mæli ég frekar með honum – held barasta þar leynist flottasta bergið á suðvesturhorninu. Séu menn óöruggir með dótaklifur er alltaf hægt að fara upp og búa til bomber akkeri fyrir toprope.