Re: Re: Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co. Re: Re: Spori og co.

#55780
2802693959
Meðlimur

Þetta kalla ég tillitsemi sem vonandi endist þótt okkar litla klifursamfélag eigi eftir að vaxa eitthvað um ókomin ár. Andstæðan við þetta væri væntanlega nokkur dæmi um leiðsögumenn (með kúnna) í Ölpunum, sem sumir þekkja af tómum leiðindum, frekju og yfirgangi, hvort sem þeir mæta fyrstir og eru lengi að klifra eða síðastir og vilja verða fyrstir.

En ég er ekki á því að akstursvegalengd eða löng aðkoma að leiðum komi þessu beint við því hið sama mætti mín vegna gjarnan gilda um aðrar leiðir, stutt eða langt í burtu (þar með talið Sólheimajökul), þ.e. að samfélagið viti hvar til stendur að klifra (halda námskeið) í atvinnuskyni. Að minnsta kosti þar sem hætta er á „árekstrum“ eins og Ívar bendir á og varar við.
Án þess að láta vita gilti náttúrlega fyrstur kemur fyrstur fær vænti ég, eins og ávallt, en það gæti þýtt að einhver þyrfti að snúa við með sárt ennið en það sýnist mér Ívar vilja forðast.

Ég trúi því a.m.k. að ísalpfélagar hafi skilning á því að verið sé að breiða út fagnaðarerindið og stækka hópinn.
kv, jgj