Re: Re: Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co. Re: Re: Spori og co.

#55779
2806763069
Meðlimur

Allt rétt hjá þér, ekki sist það að klukkan er núna 6:40 og allar líkur á þvi að ég verði eins og venjulega fyrstur á staðinn. Ég hef því vonandi sparað einhverjum það að koma þarna uppeftir einungis til að komast að því að það sé 7 manna hópur fyrir sem gerir ekki annað en að hanga í top-rope.

Hvað aðra fossa varðar þá hef ég því miður komist að því i gegnum árinn að mér eru settar verulegar skorður í því hvað ég get labbað langt, þó nemendurnir í dag líti út fyrir að vera færir í flestan sjó verð ég einfaldlega að skera allt labb niður eins og hægt er.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er vafasamt og vona að menn taki þetta ekki illa upp, en held samt sem áður að þetta sé betra en að fara bara og yfirtaka svæðið fólki að óvörum. Ef menn vilja það frekar þá er bara að láta vita hér og ég mun taka það til greina næst.