Re: Re: Snjóflóðasíða Veðurstofunar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðasíða Veðurstofunar Re: Re: Snjóflóðasíða Veðurstofunar

#57552
0304724629
Meðlimur

Einmitt þegar ég ætlaði að fara að skrifa pistil um nýja snjóflóðasíðu, þá var Ágúst búinn að því! Það er búið að fara mikið púður í að tengja saman gagnagrunna til að láta flóðin birtast á réttum stöðum og nú er það loksins tilbúið.
Kortið virkar svipað og jarðskjálftasíðan og sýnir stærð og hve langt er síðan flóðin féllu, viku aftur í tímann. Það er viðbúið að í fyrstu verði mest um flóð þar sem snjóathugunarmenn eru hvað virkastir en Veðurstofan biðlar til ferðalanga að senda inn upplýsingar í gegnum vefskráningarformið http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/ en hnappurinn blasir við á síðunni.

Snjóflóðavakt VÍ er búinn að vera með tilraunaverkefni í gangi í vetur um snjóflóðahættu í óbyggðum á þremur svæðum (Norðanverðir Vestfirðir, utanverður Tröllaskagi og Austfirðir)og vonandi verður sú spá opinber almenningi næsta vetur.

Eins er langt komin vinna við ofanflóðavefsjá þar sem hægt verður að skoða upplýsingar um öll fallin flóð í gagnagrunni VÍ.

kv
rok