Re: Re: Slys í Valshamri

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í Valshamri Re: Re: Slys í Valshamri

#56735
Gummi St
Participant

Gott að ekki fór verr og ég tek ofanaf fyrir ykkur að segja bara vel frá því annara til áminningar.
Það eru til margar misgáfulegar sögur af svaðilförum sem aldrei hafa verið opinberaðar vegna hræðslu við gagnrýni og ég er alltaf ánægður með þegar menn segja bara rétt frá því sem fór úrskeiðis sjálfum sér og annara til áminningar og ýtrekunar að fara varlega.

Gangi ykkur vel og endilega farið sem fyrst að klifra aftur til að losna við „skrekkinn“. Það hægði mikið á mér þegar ég tók leiðsluflugið í glymsgili hér um árið en það bjargaði miklu að ég fór fljótlega aftur að klifra.