Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Skíðafæri við höfuðborgina? › Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?
Innilega sammála þér Sissi. Lýsingar af færi og veðri eru stundum í litlu samræmi við raunveruleikann. Hvað er annars frábært færi? Glerhart eins og margir góðir svigskíða og keppnismenn vilja hafa það eða er það mjúkt nýsnævi eða púður eins aðrir vilja?
Fyrir utan að nota standard lýsingar þá þarf að uppfæra bæði veður og færi mun oftar. Endilega moka inn kvörtunum til skíðasvæðanna. Dropinn holar steininn.
Ég man hér í gamla daga þegar tölvunnar naut ekki við þá var þetta meir og minna tóm lygi á símsvaranum. Með tilkomu tölvunnar þá er þó myndavél sem er eilítið hlutlausari. Hún er reyndar svo léleg í Bláfjöllum að erfitt er að lesa í veður.
Kv. Árni Alf.