Re: Re: Rjukan 2011?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Rjukan 2011? Re: Re: Rjukan 2011?

#56187
Steinar Sig.
Meðlimur

Jæja hér eru komnar myndir: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157625831344148/

Ferðasagan er í mjög stuttu máli svona.

Heiða, Helga María og Steinar hittust í Ósló eftir flugferðir, strætóferðir eða lestarferðir. Fengum mat hjá frændfólki Heiðu og keyrðum á bílaleigubíl til Rjukan. Fundum þar Smára sem beið og beið. Komum okkur fyrir í Rjukan Caravan og Hyttepark og skipulögðum morgundaginn.

Fyrsti dagurinn byrjaði undir Vemork brúnni. Fórum þar Deuterium í einhverju bríerí áður en við kvöddum Vemork og fórum í Ozimosis. Þar er endalaust af leiðum á pínulitlu svæði í skóginum. Klifruðum ýmislegt þar. Fórum á Climb-Inn barinn.

Annan daginn fór Smári heim. Við hin fórum aftur í Ozimosis og klifruðum til 4. Fórum þá heim í grjónagraut og preppuðum okkur fyrir skíði. Skíðuðum í flóðlýsingunni fram eftir kvöldi.

Dag þrjú fórum við Hvítárfoss. Skv. bókinni er það 9 spanna leið. Við höfum líklega gengið lengra upp hann en gert er ráð fyrir og svo fórum við líka fullar 60m spannir, því við fórum fjórar spannir. Eftir fjórar spannir áttum við líklega eina eftir en það var komið svartamyrkur og því sigum við niður. Enduðum daginn svo í Pub Quiz á Climb-Inn. Stórfínt hótel fyrir klifrara. Gistum þar kannski næst ef við tímum því. Skemmtilegasti dagurinn.

Fjórða daginn skoðuðum við safnið í Vemork og lærðum um það hvernig Norðmenn björguðu heiminum frá tortímingu. Mjög flott safn sem gaman er að skoða. Klifruðum svo leið sem er ca. einni spönn frá inngangi safnsins. Susses Veil. Gerðum við eitthvað meira? Man það ekki.

Síðasta daginn skoðuðum við Krokan. Ótrúlega flott svæði, en allt sem var við okkar hæfi var fullsetið. Keyrðum því að Vemork og fórum í Upper Gorge svæðið. Klifruðum þar Nedre Svingfossen. Hittum fullt af Bretum og keyrðum til Ósló.

Mælum með Rjukan.

Gagnlegir punktar:

Gisting á Rjukan Hytte og Caravan Park – Mjög ódýrt, enda frekar basic. En alveg fínt.

Fórum á barinn í Climb-Inn og værum alveg til í að gista þar. Flott hótel rekið af klifrurum með stórar hugmyndir. Brýningaraðstaða, þurrkaðstaða, matur og alles. Göngufæri í vikuskammt af leiðum. Gæti því verið ódýrara ef bílaleigubíl er sleppt.