Re: Re: Rifið í Skessuhorni

Home Umræður Umræður Klettaklifur Rifið í Skessuhorni Re: Re: Rifið í Skessuhorni

#56911

Upphrópanirnar sem fuku á meðan að klifrinu stóð voru ekki sérlega jákvæðar . Ef horft er framhjá lausa draslinu þá ætti þessi leið að vera algjör klassík miðað við staðsetningu og útlit leiðarinnar. Ég hef samt enga þörf fyrir að fara þessa leið aftur í bráð nema þá kannski að vetri til þegar að fjallið er frosið fast saman. Klifrið var tæpara og tímafrekara en við bjuggumst við og erfiðleikarnir voru eiginlega jafnir alla leið. Annars fundum við allskonar drasl á leiðinni, slinga, prussik, karabínur, fleyga og hnetu.

Setti nokkrar myndir inn hérna.

Ági