Re: Re: Professionals at work

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57359
Sissi
Moderator
Quote:
Jafnvel þó að tryggjarinn hefði ekki hlaupið frá brúninni og hopparinn hrunið í svelginn þá næst aðeins faktor 1 !

Vá hvað ég steig alveg sjálfur í þennan forarpytt. Ég ætla samt að reyna að snúa mig aðeins út úr honum.

Það er rétt, ef þetta væri klifrari væri hann með 10 metra úti og dytti 10 metra = factor 1. Og ég hefði í raun aldrei átt að fara nálægt þessari skilgreiningu.

En hinsvegar er þetta miklu verra fall en factor 1

1) það væri ansi ólíklegt að klifrari væri með 10 metra af slaka í megintryggingunni og dytti þaðan

2) Hann er ofar en tryggingin svo þetta er >1

3) Hann er á syngjandi siglingu, ekki kyrr

4) Það myndu tveir kallar hrynja á þessa einu skrúfu full force = mun meiri kraftur

Eigum við ekki bara að segja að við höfum báðir rangt fyrir okkur? Nei djók, þá myndi heimurinn tortímast þannig að við hljótum báðir að hafa haft rétt fyrir okkur!