Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Ísleiðir 2012-2013 Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

#58262
Otto Ingi
Participant

24. mars 2013. Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk

Nafn: Manía WI4. ca. 70 m
FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson
Nánar: keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.

[attachment=543]2013-03-2415.48.43.jpg[/attachment]
Leiðin í heild sinni

[attachment=541]483367_10200525475595338_1392760607_n.jpg[/attachment]
Fyrsta og önnur spönn

[attachment=542]579174_10200525476035349_152409643_n.jpg[/attachment]
Önnur spönn