Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Nýjar ísleiðir 2010-2011 › Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011
16. desember, 2010 at 13:55
#55953

Participant
Blindagata – WI 3-4 55 m
FF 6.12.2010. Ágúst Þór Gunnlaugsson, Björgvin Hilmarsson & Ívar Freyr Finnbogason
Staðsetning: Stekkjagil í Haukadal. Þegar að komið er inn í botn aðkomugilsins er leiðin hægra megin við fossinn sem leiðir klifrara upp að aðalleiðunum í Stekkjagili
Lýsing leiðar: Tæplega meters breið renna sem endar í grasbrekku. Þar var tryggt utan um stóran stein en ekki reyndist unt að komast upp að stóru leiðnunum eins og vonir höfðu staðið til.
Leiðin var klifruð í mjög þunnum aðstæðum og er ábyggilega auðveldari þegar að meiri ís er.
Niðurleið:
Sigið niður á V-þræðingu.