Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56118
Freyr Ingi
Participant

Hmmm… sko!

Menn finna sér oft eitthvað sem virkar vel (eins og skó) og halda sig svo við það alla ævi. Ekki breyta því sem virkar…ekki satt?!

En að halda því fram að þó að eitthvað virki vel fyrir þig að það virki vel fyrir aðra er ekki alveg rétt nálgun. Að ég tali nú ekki um þegar fólk nennir að skipta sér í lið eftir framleiðundum.

Er ekki málið með skó og bakpoka að máta vel og finna hvað hentar þínum vexti best. Að sjálfsögðu þarf varan að vera þokkalega framleidd og í þessu haldast gæði og verð oft í hendur.

Að þessu sögðu verð ég að taka fram að Scarpa skór virka mjög vel á mínar lappir enda gæða framleiðsla.

Meindl skór virðast henta fólki með breiðari fót en Scarpafólkinu.