Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56117
2908805139
Meðlimur

Tek í sama streng: Scarpa Ladakh. Er á öðru pari núna og dettur ekki í hug að breyta til næst þegar ég endurnýja. Að stinga fótunum oní þá er eins og að koma heim.

Ég hef reyndar einu við að bæta. Ég lenti í því að á núverandi scarpa-skóm þá er ekki nógu vel gengið frá saumunum þar sem þeir mætast við hásinina. Þeir nuddast soldið inn í hásinina öðru megin. Getur valdið eymslum á öðrum-þriðja degi í löngum göngum. Hef þá bara bólstrað á mér fótinn með hælsærisplástri. Að öðru leyti hefur hvorugt parið valdið mér neinum óþægindum.
Þetta er ekki frágangssök, bara frágangurinn á þessu einstaka pari. Gættu þess bara vel áður en þú kaupir að þetta sé í lagi á þeim skóm sem þú ætlar að kaupa.