Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56160
0808794749
Meðlimur

Ég hef átt bæði Meindl Island og svo nokkur pör af Scarpa Ladakh. Scarpa passar mér betur og því hef ég líklega tekið ástfóstri við þá. Svo eru þeir líka með svo skemmtilega rúllandi sóla.

Annars gerði ég eins og einhver hér á undan, keypti mér Meindl Perfekt skó. Þetta eru þessir týpísku gamaldags massífu skór, eiga helst að vera með rauðu reimum… Ég keypti þá til að vera í við vinnu mína á grænlenskri grund en Scarpa Ladakh voru fljótir að tætast upp þar.

Fyrir mig eru Ladakh og sambærilegir skór fullkomnir í klassískar sumargönguferðir með þunga poka. Hæfilega stífir en léttir.

Kiddi, ég hef aldrei heyrt um þessa WigWag eða hvað þeir heita. Á myndum líta þeir mjög svipað út og Ladakhinn… ég er bara alltaf skeptísk á ný merki, ending og slíkt sem maður er að spá í.

Gangi þér vel að finna hinn fullkomna skó!