Re: Re: Laus steinn í Eilífi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Laus steinn í Eilífi Re: Re: Laus steinn í Eilífi

#56814
vikgud
Meðlimur

Smá meiri slóðaumræða.

Ég fór upp í Valshamar í dag, þar var bóndinn á svæðinu að vinna í slóðanum inn að ÍSALP stæðinu. Hann stoppaði mig og sagðist vera laga veginn fyrir okkar og spurði í leiðinni hvort við þyrftum stærra bílastæði. Ég sagði að það þyrfti nú ekki að vera neitt mikið stærra þó smá stækkun væri kannski fín, en aðallega það að fólksbílar gætu lagt í öll stæðin, ekki eins og þetta er nú þar sem fólksbílar geta í raun bara notað svona tvö stæði. (Ég sá 1x síðasta sumar að bíll þurfti að vera lagður fyrir utan girðingu sökum plássleysis).

Annars er bóndinn nú búinn að keyra fullt af efni í veginn og var að reyna vinna og gera þetta gott.

Hann vildi bara að ég kæmi þessum skilaboðum til stjórnar og sagði að það þyrftu kannski nokkrir að rölta allan veginn og grjóthreinsa þetta lausa sem verður eftir ofaná en miðað við það efni sem hann var að setja í veginn þegar ég keyrði hann þá ætti það nú ekki að vera mikið. Annars þakkaði ég honum bara kærlega fyrir hans vinnu.