Re: Re: Klúbburinn

Home Umræður Umræður Almennt Klúbburinn Re: Re: Klúbburinn

#56973

Segi fyrir mitt leyti að ef vefurinn yrði lagður niður og allt færðist yfir á feisbúkk, þá myndi ég nú bara segja mig úr klúbbnum. Mér fyndist það glatað og eins og ég hef sagt áður, bakbein klúbbsins væri þar með brotið og gagnslaust.

Er sammála Sissa með að það er algert forgangsatriði að koma skráningum nýrra leiða í gagnið á ný með einhverjum leiðum. Eins mætti skoða að taka upp „Mínar síður“ aftur þar sem hver og einn getur sett inn ferðasögur. Eitthvað í líkingu við það sem var. Það hefur einfaldlega sýnt sig að fólk er ekki að kaupa það að nota „Greinar“ til að pósta svona löguðu.

Svo er bara að vona að fólk haldi áfram að segja frá hér á ÍSALP-spjallinu og linka inn á gallerýin sín eins og tíðkast hefur. Það sem fer hingað inn endist betur en á feisbúkk og fleiri munu sjá það af þeim sem virkilega hafa áhuga á svona efni.