Re: Re: Klúbburinn

Home Umræður Umræður Almennt Klúbburinn Re: Re: Klúbburinn

#56972
Gummi St
Participant

Flott hjá þér að endurvekja þessa umræðu Björk og í leiðinni ýta við okkur sem eigum að sjá um þetta!

Ég er sammála flestum hér og er t.d. einn af þeim sem kemst ekki á facebook í vinnunni og fíla það reyndar bara ágætlega enda hef ég ekkert þangað að gera í vinnutíma. Ókosturinn við það er hinsvegar að maður missir af miklu, frásögnum og öðru er varðar fjallamennskuna sem maður hefur þennan brennandi áhuga á.

Myndi t.d. like takki sem setur link og status á FB hvetja fólk til að pósta hingað inn og „share’a“ því svo á FB gegnum þann takka og slá þá báðar flugurnar í einu ?

Ég hef verið svoldið hræddur við þessa FB þróun og veit t.d. um að Hellarannsóknarfélagið hefur lagt niður sinn vef og notar bara FB grúppu í staðinn, það fyndist mér hræðilegt ef slíkt myndi henda okkur!

-GFJ