Re: Re: Klifurbelti til sölu.

Home Umræður Umræður Keypt & selt Klifurbelti til sölu. Re: Re: Klifurbelti til sölu.

#55701
0801667969
Meðlimur

Eftir innlegg Ívars þá gæti beltið nú selst þrátt fyrir allt, kannski hækkað í verði. Þetta fer að líkjast gömlu góðu loftbóluárunum þegar hlutabréf voru töluð upp og niður, þó aðallega upp. Án gríns mjög gagnleg umræða.

Það er staðreynd að margir hafa aldrei komist á fjöll vegna þess að þeir áttu ekki nýjasta eða „rétta“ búnaðinn. Þessum hugsunarhætti þarf að eyða.

Nú ef í hart fer mætti eflaust spinna línur úr ull. Ætti að vera góð teygja í þeim. Reipi úr hrosshárum liggja nú víða. Vegna eðlis háranna þá er þetta ofursterkt en lítil teygja. Kæmi þá meir í stað static lína.

Kv. Árni Alf.

PS. Gúmmígallar hafa mismunandi teygju og mislangan líftíma.